Leita í fréttum mbl.is

að trúa á eitthvað skemmtilegt

Amma systkina minna var víst vön að segja að fólk yrði leiðinlegt ef það tryði ekki á neitt skemmtilegt. Það er líklega rétt og hér í Skagafirði búum við svo vel að í aðdraganda kosninga, á harða sprettinum sem hæglega getur leiðst útí leiðindi, er Sæluvika, menningar og listahátíð í Skagafirði. Sæluvikan á sér sögu aftur á 19. öld þegar Skagfirðingar gerðu sér jafnan glaðan dag í tengslum við sýslufund á Sauðárkróki. Mættu menn læra af því enn í dag og reyna að vera svolítið skemmtilegir í stjórnmálum og stjórnsýslu jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Gróðahyggja og sérhagsmunapot eru líklega ekki hugsjónir sem gera fólk skemmtilegt, ef marka má litlausa kosningabaráttu þreyttra valdhafa Íslands. Það er greinilega skemmtilegra hinumegin á vegasaltinu þar sem jafnaðarmenn, málsvarar þeirra sem minna mega sín, náttúrverndarsinnar og aðrir andstæðingar auðlindabrasksins keppast um að hanga á slánni. Þar er Samfylkingin þungavigtin með frumkvæði  að setja málin á dagskrá með vandaðri og ítarlegri stefnuskrá meðan aðrir láta sér nægja þetta hefðbundna slagorðaglamur og standa svo á gati þegar þeir eru spurðir hvernig eigi að framkvæma slagorðin, hvað á að fara aftar í forgangsröðina eða hvernig eigi að fjármagna hlutina. Það er ekkert leiðinlegt að leggjast í þá vinnu að velja verkefnin og finna fjármagnið ef unnið er í anda stórra hugsjóna um jafnrétti, frelsi og bræðralag fólks, fyrirtækja, byggðarlaga og atvinnugreina - það er skemmtilegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Jafnaðarstefnan er það er öllum er fyrir bestu - svo einfalt er það nú, það er rétt hjá þér.

Páll Jóhannesson, 30.4.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband